9. nóvember 2020
Hlúum að okkur á óvissutímum - Laus pláss á Gott að vita námskeiðum
Gott að vita námskeiðin eru í fullum gangi þrátt fyrir Covid, en flest þeirra hafa verið flutt yfir í fjarnám. Nokkur pláss eru laus á neðangreind námskeið en einnig var verið að bæta við tveimur neðstu námskeiðunum, en þau snúast um andlega líðan á tímum Covid. Við hvetjum félagsfólk til að nýta sér tækifærið og hlúa að sjálfu sér á óvissutímum. Námskeiðin eru félagsfólki Sameykis að kostnaðarlausu.
- Google námskeið, fim. 12. nóv. kl. 20-21:30, skráning hér.
- Matur og gleði, mán. 16. nóv. kl. 20-21, skráning hér.
- Digital citizenship, mán. og þri. 23. og 26. nóv. kl. 19-21, skráning hér.
- Af hverju snappar fólk? Þri. 24. nóv. kl. 20-21, skráning hér.
- Áfallastreita í ljósi covid, mán. 30. nóv. kl.14-15:30, skráning hér.
- Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum, þri. 8. des. kl. 18-19:30, skráning hér.