30. nóvember 2020
Veiðikortið fyrir 2021 komið í sölu á orlofsvefnum
Veiðimaður við Þingvallavatn. Ljósmynd/Axel Jón
Hægt er að fara að hlakka til vorsins, þó full snemmt sé fyrir marga, því Veiðikortið fyrir næsta ár er komið inn á orlofsvefinn okkar. Veiðikortið er þar fáanlegt með góðum afslætti og við sendum það heim til félaga. Kortið veitir aðgang að 36 veiðisvæðum um land allt og börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.
Á vefsíðu Veiðikortsins segir, að kortið er ekki skráð á nafn, þannig að auðvelt er að nota það í gjafir.
Nánari upplýsingar um Veiðikortið og hvernig má nota það má finna á vefsíðunni veidikort.is - en munið að kaupa það á orlofsvefnum til að fá félagsverðið.