15. desember 2020
Gott skipulag skilar árangri
Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri Sameykis
Jóhanna Þórdórsdóttir, fræðslustjóri Sameykis hélt á fundi Trúnaðarmannaráðs í dag erindi um starfsemi Sameykis á vorönn, námskeiðahald og samstarfsverkefni. Einnig fjallaði hún um þróunina í störfum trúnaðarmanna á tímum faraldursins og hvernig fólk þarf að bera sig að á fundum, biðja um orðið, vera í mynd osv.frv. Mikilvægt sé að vera virkur þátttakandi á fjarfundum með sýnileika og þátttöku, sérstaklega á minni námskeiðum.
Hún ræddi líka um hvernig góð og árangursrík samskipti fari fram þegar starfsmaðurinn er ekki á vinnustaðnum heldur vinni heiman frá sér. Þá er góð tímastjórnun þegar unnið er heima mjög mikilvæg og stuðlar að betra vinnulagi og árangri í starfi.
Að lokum fór Jóhanna almennt yfir námskeiðahaldið fyrir trúnaðarmenn sem styðja við styttingu vinnuvikunnar, styrkjamál og svaraði fyrirspurnum frá þátttakendum fundarins.