Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. desember 2020

Jákvæðni og skapandi hugsun

Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur

Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur hélt erindi á Trúnaðarmannaráðsfundi hjá Sameyki í dag sem fram fór með fjarfundarbúnaði. Birna fjallaði um í erindi sínu hvernig best sé að temja sér jákvæðni og skapandi hugsun á framtíðarvinnumarkaði í störfum sínum. Hún brýndi fyrir fólki að sköpun er ferðalag og oft þekkir fólk ekki, né veit hvar ferðalagið endar. Því krefst það hugrekkis og þjálfunar hjá starfsfólki að efla og skapa á vinnustaðnum.

Hún benti á, að því meira sem fólk skapar ýtir það undir hamingju þeirra sem í kringum okkur eru. Tók Birna ýmis dæmi úr rannsóknum á sköpunarkrafti úr dýraríkinu. Birna sagði að fólk þarf að fá að vera skapandi á vinnustaðnum og að það fái rými til þess, geti spurt spurninga um sköpun innan vinnustaðarins. Að sama skapi er mikilvægt að hafa í huga, að harka í samskiptum á vinnustaðnum leiðir til þverrandi sköpunarkrafts hjá fólk og leiðir jafnvel til vanlíðan.

Frumkvæði til sköpunar á vinnustað hefur einnig áhrif á samstarfsfélaga og hvetur þá til að opna sig fyrir sköpunarkrafti og hafa hugrekki til að spyrja spurninga sem einhverjum þykir máski vera út í hött. Að hafa hugrekki á vinnustað hefur keðjuverkandi áhrif á alla sem á vinnustaðnum er.

Birna fór yfir hvernig við getum verið meðvituð um tilfinningar og hugsanir okkar og hvernig við getum brugðist við neikvæðum hugsunum og líðan með jákvæðum hætti. Að lokum brýndi Birna fyrir fundargestum klisjuna „Lifðu í lukku en ekki í krukku!“; hvernig hægt sé að vera sinn eigin sköpunargleðifræðingur og það sé hin nýja uppspretta góðrar líðan í lífi og starfi.