Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. desember 2020

Jólablað Sameykis á leið inn um póstlúguna

Forsíða jólablaðs Sameykis

Jólablað Sameykis er nú á leiðinni til félagsmanna Sameykis. Meðal efnis í þessu síðasta blaði ársins er umfjöllun um málþingið, Framtíðin er núna!, þar sem Bergur Ebbi, framtíðarfræðingur með meiru, fjallaði á skemmtilegan hátt um breytingar sem orðið hafa á samfélaginu hér á landi. Karl Sigurðsson hjá Vinnumálastofnun sagði frá færnispám og breytingum á vinnumarkaði. Hugunn Freyr Þorsteinsson, heimspekingur ræddi um fjórðu iðnbyltinguna og fleira.

Þá er umfjöllun um Stofnun ársins og ljósmyndir af óvenjulegri verðlaunaafhendingu utan dyra.

Hús er tekið á Ásgrími Jörundssyni, áfengis- vímuefnaráðgjafa sem sér fram á að eyða meiri tíma með fjölskyldunni í hestamennskunni vegna styttri vinnuviku.

Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar fjallar í grein sinni um starfshæfni, nám og fræðslu á vinnumarkaði.

Sameyki stóð fyrir teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Titill samkeppninnar var Framtíðarvinnumarkaðurinn og bárust blaðinu yndislegar og fallegar myndir séðar frá sjónarhorni barnanna og birtar eru í blaðinu ásamt viðtali við vinningshafann, 8 ára gömlu Þóru Birnu Jónsdóttur.

Jólahugvekja séra Davíðs Þórs Jónssonar úr Laugarneskirkju þar sem hann fjallar um eyðimerkurgönguna þá og nú á sinn einstaka hátt.

Formaður og varaformaður Sameykis fjalla um styttingu vinnuvikunnar í leiðara blaðsins sem segir m.a.: „Í kjarasamningunum var það okkar helsta markmið að stytta vinnuvikuna í 36 klukkustundir án skerðingar neysluhléa og án skerðingar launa. Um þetta náðist sátt.“