Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. desember 2020

Nýtt orlofshús í Stykkishólmi byggt 1906 opið til útleigu

Reitarvegur 2

Búið er að opna á orlofsvefnum fyrir eignina Reitarvegur 2 í Stykkishólmi sem er nýr valkostur fyrir félagmenn og félagið hefur tekið á leigu í eitt ár. Sjá hér.

Leigutíminn er frá 28. desember n.k. Um er að ræða fallegt og hlýlegt 95 fermetra einbýlishús sem byggt var árið 1906. Það hefur verið endurnýjað bæði að utan og að innan, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Virkilega notalegt hús og staðsetning.

Í húsinu eru tvö svefnherbergi. Í öðru er hjónarúm og í hinu eru tvær kojur. Í stofunni er svefnsófi fyrir tvo. Að auki eru tveir gestabeddar sem fylgja húsinu sem hægt er að nýta. Samtals geta 6-8 manns gist í húsinu svo vel sé með gestabeddum.

Gæludýr eru leyfð í húsinu.