21. desember 2020
Framtíðarvinnumarkaðurinn frá sjónarhóli barnanna
Þóra Birna, 8 ára, með vinninsmyndina sem hún teiknaði og heitir Hjúkrunarfræðingur.
Í jólablaði Sameykis er viðtal við Þóru Birnu Jónasdóttur, 8 ára vinningshafa teiknimyndasamkeppninnar. Nefndist samkeppnin Framtíðarvinnumarkaðurinn og hvatti stéttarfélagið börn til að teikna myndir honum tengdum og senda inn.
Mikið af fallegum og skemmtilegum teikningum bárust og eru þær birtar í jólablaðinu. Sameyki óskar vinningshafanum til hamingju og þakkar öllum sem sendu stéttarfélaginu teikningar í samkeppnina innilega fyrir góða þátttöku.