21. desember 2020
Óvenjulegt en skemmtilegt
Starfsfólk Norðingaskóla taka við viðurkenningu sem Stofnun ársins.
Það var líf og fjör hjá starfsmönnum Sameykis þegar þeir óku af stað búnir andlitsgrímum, verðlaungripum og blómvöndum til að afhenda þeim sem hlutu viðurkenningarnar Stofnun ársins 2020 og Hástökkvari 2020.
Vegna COVID-19 faraldursins var tilkynnt um Stofnanir ársins í gegnum streymi og því var brugðið á það ráð að færa þeim vinningana heim. Þær stofnanir sem ekki eru á höfuðborgarsvæðinu eiga hins vegar von á sendingu í póstinum.
Meira um þetta í jólablaði Sameykis er nú að detta inn um póstlúgu allra félagsmanna til sjávar og sveita.