30. desember 2020
Áramótakveðja
![Áramótakveðja - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2020/%c3%81ram%c3%b3takve%c3%b0ja%20stj%c3%b6rnulj%c3%b3s-3.jpg?proc=frontPage)
Starfsfólk Sameykis óskar þér og þínum hamingju og farsældar á komandi ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem nú er senn á enda og hlökkum til að taka á móti nýju ári sem gengur í garð.
Skrifstofa Sameykis mun áfram vera lokuð vegna Covid-19 faraldursins þangað til sóttvarnaryfirvöld segja annað. Við munum áfram starfa af fullum krafti þó skrifstofan sé lokuð en hlökkum til að geta opnað aftur á komandi ári fyrir gestum og gangandi.