6. janúar 2021
Fjölbreytt fræðslutækifæri trúnaðarmanna á vorönn 2021
Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og er fjölbreytt fræðsla grunnur að því að trúnaðarmaður geti tekist á við hlutverk sitt. Megináherslan á vorönn 2021 verður á fræðslu sem styður við styttingu vinnuvikunnar og breytingar á vinnumarkaði, en Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu verður að sjálfsögðu á sínum stað.
Eftirfarandi vefnámskeið eru í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt:
- 19. jan. kl. 9-12, Stytting vinnuvikunnar - vinnustofa
- 11. feb. kl. 9-11, Styttri vinnuvika - betri tímastjórnun
- 25. feb. kl. 9-12, Árangursrík samskipti
- 10. mars kl. 9-11, Samþætting starfs og einkalífs
- 17. mars kl. 9-12, Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnarmiðuð hugsun
- 24. mars kl. 9-12, Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál
Trúnaðarmannanám Félagsmálaskóla alþýðu skiptist upp í 6 hluta og er hver þeirra tveggja daga langur. Búið er að festa niður námskeið á vorönn 2021. Ekki þarf að taka námskeiðin í ákveðinni röð, því um að gera að skrá sig á það námskeið sem hentar skipulagi hvers og eins. Öll námskeið á vorönn 2021 verða rafræn.
- 1.-2. feb. kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 1. hluti
- 1.-2. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 2. hluti
- 22.-23. mars kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 3. hluti, BSRB
- 12.-13. apríl kl. 9-14, vefnám, Trúnaðarmannanám 5. hluti, BSRB
Þá verða einnig námsstofur fyrir trúnaðarmenn vaktavinnuhópa, en þær verða boðaðar sérstaklega.
Nánari upplýsingar um fræðsluna og tengla á skráningu má nálgast hér.