8. janúar 2021
Starfaðu með Sameyki
Félagar í Sameyki sem hafa áhuga eru hvattir til að að bjóða sig fram.
Uppstillingarnefnd Sameykis hvetur félagsmenn sem hafa áhuga á ábyrgðarstörfum innan félagsins til að bjóða sig fram eða tilnefna þá sem þeir telja að eigi erindi. Framboði má skila inn til og með 18. janúar 2021 á vef Sameykis, sjá hér.
Hlutverk nefndarinnar er að stilla upp tillögu um formann og 14 manna stjórn Sameykis, auk þess að stilla upp fulltrúum í stjórnir orlofssjóðs, starfsmenntunarsjóðs, styrktar- og sjúkrasjóðs, vinnudeilusjóðs, fræðslusjóðs, kjörstjórn, skoðunarmenn reikninga og endurskoðendur.
Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fulltrúaráð 8. febrúar nk. en aðalfundur Sameykis verður 25. mars 2021.