21. janúar 2021
Breyttar úthlutunarreglur Styrktar- og sjúkrasjóðs Sameykis
Fallnar eru niður þær hömlur að félagsgjöld þurfi að vera að lágmarki kr. 11.500.- til að fá hálfan styrk.
Stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs Sameykis samþykkti á fundi sínum 13. janúar sl., breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins í samræmi við reglur Starfsmenntunarsjóðs.
Fallnar eru niður þær hömlur að félagsgjöld þurfi að vera að lágmarki kr. 11.500.- til að fá hálfan styrk. Til að fá fullan styrk þurfa félagsgjöld að vera a.m.k. kr. 20.000.- á 12 mánuðum.
Eftirfarandi regla tekur við: Við ákvörðun upphæðar styrkja er miðað við greidd félagsgjöld síðastliðna 12 mánuði. Til að fá fullan styrk skulu félagsgjöldin vera a.m.k. kr. 20.000.- samtals. Hálfur styrkur er veittur þeim sem hafa greitt samtals kr. 19.999.- eða minna í félagsgjöld síðastliðna 12 mánuði.