Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. janúar 2021

Sameyki tveggja ára

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu fagnar tveggja ára afmæli í dag. Stéttarfélagið varð til 26. janúar 2019 við sameiningu tveggja stéttarfélaga SFR stéttarfélags þar sem stærstur hluti félagsmanna starfaði hjá ríkisstofnunum og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þar sem stærsti hluti félagsmanna voru borgarstarfsmenn.  Stéttarfélagið þjónar rúmlega 12 þúsund félagsmönnum um land allt og er stærsta aðildarfélag BSRB.

Fyrir tveimur árum sagði í orðsendingu Sameykis til félagsmanna sinna: „Við lítum björtum augum til framtíðar og þeirra tækifæra sem stærra og sterkara stéttarfélag mun gefa okkur. Sameinað félag mun vera betur í stakk búið til þess að mæta verkefnum framtíðarvinnumarkaðarins. Við munum í nýju félagi standa vörð um réttindi og kjör félagsmanna og leitast við að auka þjónustuna.“

Nú á þessum degi, tveimur árum síðar, lítur Sameyki björtum augum til framtíðar.

Með afmælis- og baráttukveðjum.