Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. febrúar 2021

Alltaf á vaktinni

„Það á að vera fjögurra daga frí á milli vakta en maður er yfirleitt einn og hálfan sólarhring að jafna sig, fer eftir álagi á vöktunum.“ Mynd/Axel Jón

Í fyrsta tölublaði Sameykis sem fer í póst á morgun til félagsmanna er viðtal við Guðmundu Ólaf Ingólfsson öryggisvörð á LSH í Fossvogi. Hann segir að stytting vinnuvikunnar sé ekki hafin hjá sér og hefjist ekki fyrr en 1. maí. Þá segir hann að fyrirkomulagið leggst misjafnlega vel í hann.  „Það á að fara að kynna þetta fyrir okkur en það er ekki komið niður vaktaplan eða hvernig þau verða nema það er rætt um að maður geti valið sér vaktir. Maður á bara eftir að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir hann.

„Við göngum 12 tíma, tvískiptar vaktir, fjórar dagvaktir og fjórar næturvaktir í senn með fjögurra daga hléum á milli. Þetta er mikil vinna á dagvöktum en rólegra á nóttinni nema eitthvað komi upp á eins og rafmagnsbilanir, tækjabilanir og annað í þeim dúr. Við gætum líka þurft að veita deildum aðstoð við erfiðar aðstæður á nóttinni án þess að ég sé að fara nánar út í það. Við vöktum og bregðumst við. Alltaf tilbúnir,“ segir Guðmundur Ólafur.

--------------------------------------------

Í kynningarefni um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki á betrivinnutimi.is kemur fram að þyngstu vaktinar eru verðmætari en léttari vaktir. Samningur Sameykis er lífgæðasamningur sem fellst m.a. í styttingu vinnuvikunnar niður í allt að 32 stundum, auknu öryggi, minna álagi, betri líðan og heilsu. Markmiðið er einnig að starfsfólki í vaktavinnu geti liðið betur. Einnig að allt starfsfólk á að njóta þessara breytinga en engin að tapa vegna þess að tekin er upp vaktahvati. Jafnframt eru breytingar á launamyndunarþáttum. Til að mynda verður vaktaálag á næturvöktum hækkað og þá er vaktaálag hækkað á einstaka stórhátíðardögum. Vaktahvati er einnig nýr og greiðist sem hlutfall mánaðarlauna fyrir fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili.

Fjórum vikum áður en vaktavinnufólk mætir á vakt þarf vaktaskýrsla að vera tilbúin.

--------------------------------------------

Á Meðal efnis í næsta tölublaði Sameykis:

Datt í lukkupottinn – Guðrún Magnea Guðmundsdóttir var heldur betur heppin þegar hún var dregin út í leiknum sem Sameyki efndi til vegna styttingu vinnuvikunnar á Netinu

Baráttan fyrir betri kjörum – Í leiðara blaðsins fjalla formenn Sameykis m.a. um það sem framundan er hjá Sameyki; stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.

Lausnin á atvinnuleysinu – Í grein Ólafs Margeirssonar, doktors í hagfræði fjallar hann um atvinnuleysi á Íslandi, atvinnuframboðstryggingu og borgaralaun.

Skemmtilegt fólk – Viðtal við Nökkva Elíasson, verkstjóra í flutninga- og rúmaþjónustudeild LSH í Fossvogi.

Hengir af sér á greinar trjánna – Viðtal við Elínu Helgu Sankó, heilbrigðisgagnafræðing sem starfar á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi með starfsstöð á gjörgæsludeild.

„Halló, halló! Þú ert á mjút Guðmundur!“  Fjarfundir hafa þróast hratt og fólk tekið fjarfundatækni ört í sína þjónustu. Í viðtali útskýra Svava Björk Ólafsdóttir og Hafdís Huld Björnsdóttir hjá Rata málið fyrir lesendum.

Fræðslustyrkir og nýjar úthlutunarreglur – Nú geta allir félagsmenn Sameykis sótt um starfsmenntunarstyrki og starfsþróunarstyrki að því gefnu að þeir uppfylli lágmarksskilyrði. Grein eftir Jóhönnu Þórdórsdóttur, fræðslustjóra Sameykis.

Gott að vita – Námskeið á vorönn eru á sínum stað í blaðinu.

Rétt fyrir sólarupprás – Baldur Vignir Karlsson, formaður Háskóladeildar Sameykis ritar pisti.

Heldurðu jafnvægi á stafræna hæfnihjólinu? – Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar fjallar í áhugaverðri grein um sjálfspróf, viðmiðunarpróf um stafræna hæfni.

Kæru félagar – Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður lífeyrisdeildar Sameykis fer yfir síðasta ár og það sem fram undan er hjá lífeyrisdeildinni.

Vinningshafi krossgátunnar – Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir sem starfar á fréttastofu RÚV vann helgi í orlofshúsi Sameykis.