5. febrúar 2021
Skemmtilegt fólk
Nökkvi Elíasson, verkstjóri í flutninga- og rúmaþjónustudeild LSH í Fossvogi. Ljósmynd/Axel Jón
Á Landspítalanum í Fossvogi starfa margir félagsmenn Sameykis við fjölbreytt og krefjandi störf. Í COVID-19 faraldrinum hefur reynt mikið á starfsmenn spítalans eins og ekki hefur farið fram hjá nokkrum manni sem fylgist með fréttum. Þangað lagði blaðamaður leið sína til að spjalla við starfsmenn um störf þeirra á LSH. Viðmælendur tóku vel á móti grímuklæddum blaðamanni með sprittaðar hendur og hangandi myndavél um hálsinn.
Nökkvi Elíasson, verkstjóri í flutninga- og rúmaþjónustudeild LSH í Fossvogi spjallaði við blaðamann um störf sín á spítalanum. Hann segist slaka best á innan um skemmtilegt fólk, samstarfsmenn sína.
Nökkvi er búinn að starfa í tvö ár á LSH í Fossvogi og var falin yfirmannsstaða þar nýlega. Það er greinilegt að Nökkvi er yfirvegaður maður, réttur maður á réttum stað, því starfinu fylgir mikill erill og mörg þau mál sem upp koma krefjast fljótrar úrlausnar og því nauðsynlegt að geta haft yfirsýn yfir fjölbreytt verkefni. Starfssemi flutningsdeildarinnar er á ýmsum stöðum í húsinu. „Mitt fólk er á ýmsum stöðum í húsinu og er í ólíkum verkefnum. Fara þarf með póst milli staða, flytja sjúklinga í rúmum og hjólastólum á milli hæða og deilda eins og röntgen, í aðhlynningu vegna beinbrota og fá gifs, bara út um allt og mikill erill hjá öllum," sagði Nökkvi.
Á Meðal efnis í næsta tölublaði Sameykis:
Datt í lukkupottinn – Guðrún Magnea Guðmundsdóttir var heldur betur heppin þegar hún var dregin út í leiknum sem Sameyki efndi til vegna styttingu vinnuvikunnar á Netinu
Baráttan fyrir betri kjörum – Í leiðara blaðsins fjalla formenn Sameykis m.a. um það sem framundan er hjá Sameyki; stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki.
Lausnin á atvinnuleysinu – Í grein Ólafs Margeirssonar, doktors í hagfræði fjallar hann um atvinnuleysi á Íslandi, atvinnuframboðstryggingu og borgaralaun.
Hengir af sér á greinar trjánna – Viðtal við Elínu Helgu Sankó, heilbrigðisgagnafræðing sem starfar á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi með starfsstöð á gjörgæsludeild.
Alltaf á vaktinni – Viðtal við öryggisvörð á LSH í Fossvogi, Guðmund Ólaf Ingólfsson.
„Halló, halló! Þú ert á mjút Guðmundur!“ – Fjarfundir hafa þróast hratt og fólk tekið fjarfundatækni ört í sína þjónustu. Í viðtali útskýra Svava Björk Ólafsdóttir og Hafdís Huld Björnsdóttir hjá Rata málið fyrir lesendum.
Fræðslustyrkir og nýjar úthlutunarreglur – Nú geta allir félagsmenn Sameykis sótt um starfsmenntunarstyrki og starfsþróunarstyrki að því gefnu að þeir uppfylli lágmarksskilyrði. Grein eftir Jóhönnu Þórdórsdóttur, fræðslustjóra Sameykis.
Gott að vita – Námskeið á vorönn eru á sínum stað í blaðinu.
Rétt fyrir sólarupprás – Baldur Vignir Karlsson, formaður Háskóladeildar Sameykis ritar pisti.
Heldurðu jafnvægi á stafræna hæfnihjólinu? – Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar fjallar í áhugaverðri grein um sjálfspróf, viðmiðunarpróf um stafræna hæfni.
Kæru félagar – Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður lífeyrisdeildar Sameykis fer yfir síðasta ár og það sem fram undan er hjá lífeyrisdeildinni.
Vinningshafi krossgátunnar – Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir sem starfar á fréttastofu RÚV vann helgi í orlofshúsi Sameykis.