8. febrúar 2021
Tillögur uppstillinganefndar Sameykis í stjórn og embætti samþykktar
Fulltrúaráð Sameykis hélt fund í dag vegna uppstillingar í stjórn og embætti Sameykis sem uppstillinganefnd skilaði af sér og var umfjöllunarefni fundarins. Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson setti fundinn og fór yfir dagskrá hans. Í upphafi fundar minntust fundargestir látins félaga, Jens Andréssonar, fyrrverandi formanns SFR, sem borin verður til grafar 12. febrúar nk. með einnar mínútu þögn.
Formaður uppstillinganefndar, Egill Heiðar Gíslason, kynnti tillögu nefndarinnar en alls bárust 74 tilnefningar í þau hlutverk sem nefndin raðaði í. Ánægju vakti hjá nefndinni hversu margir félagar Sameykis voru tilbúnir til að gefa kost á sér í störf stéttarfélagsins.
Uppstillingarnefnd tilnefndi Þórarinn Eyfjörð í embætti formanns Sameykis. Á fundinum gáfu Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir og Garðar Svansson kost á sér til formanns. Í kjölfarið kynntu þau málefni sín og og fyrri störf áður en fundargestir greiddu atkvæði. Kosið var á milli þeirra og tillögu uppstillinganefndar um formannsembættið og fóru kosningar þannig að Þórarinn Eyfjörð hlaut 67,12% atkvæða, Ásta Hrönn Ásgeirdóttir hlaut 19,18% atkvæða og Garðar Svansson hlaut 10,96% atkvæða. Því var tillaga uppstillinganefndar um formann Sameykis samþykkt á fundinum.
Engin mótframboð voru borin fram í öðrum nefndum og telst því uppstilling uppstillinganefndar samþykkt og lögð verður fram til samþykktar á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður 25. mars nk.
Listi uppstillinganefndar:
Tillaga uppstillingarnefndar að formanni Sameykis
Þórarinn Eyfjörð, Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn Sameykis
Berglind Margrét Njálsdóttir, Tollstjóraembættið
Bryngeir A. Bryngeirsson, Gufunesbær frístundamiðstöð
Egill Kristján Björnsson, Fangelsið Hólmsheiði
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali háskólasjúkrahús
Gunnar Rúnar Matthíasson, Landspítali háskólasjúkrahús
Herdís Jóhannsdóttir, Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Hörður J. Oddfríðarson, SÁÁ
Ingibjörg Sif Fjeldsted, Orkuveita Reykjavíkur
Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Grunnskóli Seltjarnarnesbæjar
Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins
Kári Sigurðsson, Frístundamiðstöð Miðberg
Ólafía L. Sævarsdóttir, Tryggingastofnun ríkisins
Rut Ragnarsdóttir, Borgarbókasafn
Svanhildur Steinarsdóttir, Menntamálastofnun
Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn Orlofssjóðs Sameykis
Kalla Björg Karlsdóttir, Vesturbæjarskóli
María Hlín Eggertsdóttir, Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Ólafur Hallgrímsson, Listaháskóli Íslands
Stefán Gíslason, Umhverfis -og skipulagssvið
Styrmir Þór Davíðsson, Þjóðminjasafn Íslands
Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn Starfsmenntunarsjóðs Sameykis:
Jóhanna Rúnarsdóttir, Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut
Ólafur Andri Þórarinsson, Fangelsismálastofnun ríkisins
Ólöf Rún Steinarsdóttir, Teymisstjóri í launadeild Reykjavíkurborgar
Þórdís Viborg SFR, Öryrkjabandalagið
Þórey Einarsdóttir, Sjálfsbjargarheimilið
Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn Styrktar- og sjúkrarsjóðs Sameykis:
Erlingur Arthursson, HNLFÍ
Katrín Kristín Hallgrímsdóttir, Hólabrekkuskóli
Ómar Árnason SFR, Tækniskólinn
Pálmey Helga Gísladóttir, Greiningarstöð ríkisins
Pétur Ásbjörnson, Landspítali háskólasjúkrahús
Tillaga uppstillingarnefndar að stjórn Vinnudeilusjóðs Sameykis:
Elsa María Gunnarsdóttir, Leikskólinn Austurborg
Hendricus E Bjarnason, Skatturinn
Ragnheiður Árnadóttir, ÍTR Hitt húsið
Sigríður Poulsen, Tilraunastöð HÍ að Keldum
Sigrún Kristjánsdóttir, ÁTVR
Tillaga uppstillingarnefndar að aðalmönnum í kjörstjórn Sameykis:
Halldór Sveinn Hauksson, Vegagerðin
Olga Gunnarsdóttir, Skógarbær
Ragnheiður Árnadóttir, ÍTR Hitt húsið
Sigrún Helga Jónsdóttir, Foldaskóli Reykjavíkurborg
Þórdís Björk Sigurgestsdóttir, Faxaflóahafnir sf.
Tillaga uppstillingarnefndar að varamönnum í kjörstjórn Sameykis:
Aneta Kamilla Klimaszewska, Rimaskóli
Jakob Þór Grétarsson, Íbúakjarni Þorlaksgeisla 70, Reykjavíkurborgar
Lára Sif Lárusdóttir, Landspítali háskólasjúkrahús
Marías Sveinsson, Lífeyrisdeild
Ottó Hörður Guðmundsson, Grafarvogslaug
Tillaga uppstillingarnefndar að skoðunarmönnum reikninga:
Aðalmenn
Birgitta Vigfúsdóttir, Orkuveita Reykjavíkur
Egill Heiðar Gíslason, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Varamenn
Ásdís Hrund Þórarinsdóttir, Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar
Inga Lára Pétursdóttir, Fjölbrautaskólinn í Ármúla