Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. febrúar 2021

Orlofshús á Blönduósi til útleigu

Sameyki býður félagsfólki sínu nýjan orlofsmöguleika í Brautarhvammi á Blönduósi sem leyfir gæludýr.

Um er að ræða gæludýrahús og er laust til umsóknar frá og með 18. mars 2021. Húsið er 56 m2, með eldhúsi og stofu þar sem er svefnsófi. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur rúmum. Uppábúin rúm eru fyrir fjóra við komu. Að auki eru tvær aukadýnur, barnarúm og barnastóll. Sængur og koddar eru fyrir 6 manns. Salerni er með sturtu.

Á Blönduósi er sundlaug, kaffihús, veitingastaðir og möguleiki á margs konar skoðunarferðum.