25. febrúar 2021
Skrifstofa Sameykis opnar á ný
Skrifstofur Sameykis á Grettisgötu 89.
Sóttvarnaryfirvöld hafa slakað á samkomutakmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis vegna þess hve dregið hefur úr smitum innanlands. Vegna þessa nýju sóttvarnarreglna munu skrifstofur Sameykis á Grettisgötu 89 opna á ný frá og með morgundeginum 26. febrúar.
Reglur um grímunotkun verða óbreyttar og áfram verður 2 metra nándarregla meginviðmið. Í anddyri BSRB hússins verða grímur og handspritt og eru gestir vinsamlega beðnir að nýta sér það.