Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. mars 2021

Komdu á námskeið í Páskaeggjagerð

Það er skemmtilegt að læra að búa til sitt eigið páskaegg.

Komdu á námskeið í páskaeggjagerð hjá Halldóri Kr. Sigurðssyni bakara og konditor. Hann hefur í meira en 20 ár kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.
Tvö námskeið þriðjudaginn 9. mars.Fyrra námskeiðið kl.: 17:30-19:00 og seinna námskeiðið kl.: 20:00-21:30.

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður. Skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Halldór Kr. Sigurðsson bakari og konditor. Hann hefur í yfir 20 ár kennt áhugasömum að búa til dýrindis konfekt, kransakökur og páskaegg.        

Inngangur: Enn og aftur bjóðum við upp á þessi vinsælu páskaeggjanámskeið í samstarfi við Konfektvagninn (Chocolatetrailer).

Lýsing: Halldór leiðir þátttakendur í gegnum páskaeggjagerð og þeir sem vilja og geta búa til sitt eigið páskaegg heima.

Skráðir þátttakendur fá sendan lista með tólum og tækjum sem þarf að nota, hráefnalista og hvar þeir geta orðið sér úti um páskaeggjamót. Þeir sem hafa ekki tök á að verða sér út um það sem þarf til að taka virkan þátt í námskeiðinu geta notið þess að fylgjast með og tekið upp þráðinn seinna.

 

Skráning á námskeiðið er hjá Framvegis - sjá hér.