Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. mars 2021

Félagar Sameykis vilja funda

Sameyki heldur félagafundi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi

Færri komast að en vilja á fyrsta félagafundinn með Sameyki á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi sem haldinn er í gegnum fjarfundarbúnað, því fullbókað er á fyrsta fundinn sem haldinn verður 17. mars nk. Enn er hægt að bóka sig á fundi dagana 18., og 19. mars.

Til stendur að fjölga fundum ef eftirspurn fer fram úr vonum á þessu svæði en Sameyki hefur nú fundað með félögum þess um landið sem mælst hefur vel fyrir. Umræður hafa skapast um orlofsmál, kjaramál og fræðslumál á fundunum og á vinnustöðunum. Margt er í boði fyrir félagsmenn hjá Sameyki á þessum sviðum og ánægjulegt er að sjá áhugann fyrir þessum fundum.