Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. mars 2021

Borgin hleður í bálköst

Þórarinn Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri kjara- og reksturs hjá Sam­eyk­i. Ljósmynd/BIG

Vel­ferð okkar í dag­legu lífi byggir á sam­komu­lagi. Í umferð­inni, vin­átt­unni, hjóna­band­inu, í laga­setn­ing­um, á vinnu­mark­aði og á vinnu­stöð­um, reynir fólk almennt að haga málum þannig að ekki sé vís­vit­andi verið að kynda undir ein­hverju ófrið­ar­báli. Far­sælt sam­fé­lag reynir að virða þá sam­skipa­sátt­mála sem almennt eru við­ur­kennd­ir. Sú afstaða lág­markar árekstra og skaða sem hlýst af yfir­gangi og óvönd­uðum sam­skipt­um.

Vorið 2020 voru fjöl­margir kjara­samn­ingar gerðir milli stétt­ar­fé­laga og atvinnu­rek­enda á opin­berum vinnu­mark­aði. Þar á meðal gerði Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu kjara­samn­inga við ríki, Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­in. Í samn­inga­gerð­inni náð­ist sátt um nýtt ákvæði og nýja launa­teg­und að kröfu atvinnu­rek­enda þar um. Sú launa­teg­und sem sátt náð­ist um er nefnd önnur laun. Megin rökin fyrir hinu nýja ákvæði voru þau að með því yrði ein­fald­ara fyrir atvinnu­rek­endur að umb­una starfs­mönnum umfram grunn­launa­setn­ingu.

Atvinnu­rek­endur fylgdu kröfu sinni fast eftir og rök þeirra fyrir nýrri launa­teg­und voru þau að á vinnu­mark­aði sem er í stöðugri þróun með fjöl­breyttum verk­efn­um, væri mik­il­vægt að geta verið með fjöl­breytta ábyrgð­ar- og álags­þætti í einni launa­teg­und. Önnur laun yrðu þannig rammi utan um launa­auka vegna fjöl­breyti­leika í störfum og var sam­þykkt inn í kjara­samn­ing­inn sem heim­ild­ar­á­kvæði. Auð­vitað hafa launa­aukar tíðkast hjá opin­berum launa­greið­endum og hefur það helst verið gert í formi óunn­innar yfir­vinnu. Nýja heim­ild­ar­á­kvæðið var útfært í texta þar sem sagði; „Önnur laun geta verið vegna reglu­bund­innar yfir­vinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. ... Önnur laun taka ekki sjálf­krafa breyt­ingum og með því er hvatt til sam­tals milli starfs­manna og stjórn­enda“. Þannig var hug­myndin útfærð og þær for­sendur gefnar að önnur laun væri nið­ur­staða úr reglu­bundnu launa­sam­tali milli starfs­manns og stjórn­anda, þar sem fram færi mat á ábyrgð­ar­sviði og breyti­legum verk­efn­um. Milli samn­ings­að­ila var þetta heim­ild­ar­á­kvæði því skýrt í texta þannig að eng­inn mis­skiln­ingur væri um til­gang þess og fram­kvæmd.

Á sama tíma og rætt var um þessa nýju launa­teg­und var einnig rætt um tvenns konar útfærslu á greiðslu fyrir yfir­vinnu og sam­komu­lag var um að ef fastri yfir­vinnu starfs­manna borg­ar­innar yrði breytt í önnur laun, þá yrði það gert með hærri yfir­vinnu­pró­sent­unni, eins og ríkið og sveit­ar­fé­lögin hafa gert. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg hins vegar kosið að svíkja sam­komu­lagið og í krafti stöðu sinnar farið fram með óbil­girni gagn­vart starfs­mönnum sín­um. Borgin hefur ákveðið að umbreyta öllum ráðn­ing­ar­samn­ingum þar sem launa­auka er að finna. Nú eiga allar yfir­vinnu­greiðslur sem starfs­menn hafa notið að flytj­ast yfir í önnur laun og stór hluti þeirra yfir­vinnu­tíma sem fær­ast yfir eiga að reikn­ast á lægri yfir­vinnu­pró­sent­unni. Þeir starfs­menn sem ekki sætta sig við þessa útfærslu fá upp­sögn á þeim launaukum sem þeir hafa notið og þá ætlar Reykja­vík­ur­borg að nota tæki­færið og lækka launa­auk­ann hjá þeim hópi á upp­sagn­ar­tíma.

Við gerð kjara­samn­inga þurfa við­semj­endur einatt að kom­ast að sam­komu­lagi um merk­ingu ein­stakra samn­ings­greina, inn­tak þeirra og ekki síst fram­kvæmd. Þegar upp er staðið frá samn­inga­borði og und­ir­rit­aðir kjara­samn­ingar liggja fyr­ir, verða samn­ings­að­ilar að geta farið með samn­ing­ana í sitt bak­land, útskýrt þá og rök­stutt af hverju álit­legt sé að sam­þykkja þá. Til þess að þetta sé hægt þá verður að ríkja traust milli aðila og full­vissa um að hlutum sé ekki snúið á haus um leið og samn­ingar eru sam­þykktir og komnir í fram­kvæmd. Sam­komu­lagið sem gert er hverju sinni verður að halda og með því tryggt að sæmi­legur friður hald­ist á vinnu­mark­aði eftir að samn­ingar eru und­ir­rit­að­ir. Nú hefur Reykja­vík­ur­borg ákveðið að fara fram með ein­hliða ákvörðun gagn­vart starfs­mönnum sínum og við­semj­end­um, sem er and­stætt öllum góðum sam­skipta­venjum milli aðila.

Það getur verið heppi­legt að hafa skyn­semi að leið­ar­ljósi í sam­skiptum atvinnu­rek­enda ann­ars vegar launa­fólks og stétt­ar­fé­laga þeirra hins veg­ar. Til að svo geti orðið þurfa samn­ings­að­ilar að byggja brýr sín í millum, og þær brýr smíð­aðar úr efni sem end­ist. Þar er traust aðal bygg­ing­ar­efn­ið. Efnið sem Reykja­vík­ur­borg er nú að draga að sér er því miður ekki ætlað til að smíða brýr milli aðila. Lík­legra er að borgin sé að safna í bál­köst.

Þórarinn Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri kjara- og reksturs hjá Sam­eyk­i.