15. mars 2021
Bókaðu samtal hjá Brú lífeyrissjóði
Nú geta félagar Sameykis sem eiga aðild að lífeyrissjóðnum Brú og Lífeyrissjóði Starfsmanna Reykjavíkurborgar bókað samtal vegna lána eða lífeyrismála á vefsíðu sjóðsins. Hægt er að bóka tíma fyrir símtal, fund í fjarfundarbúnaði eða fund á starfsstöð sjóðsins. Sjálfsagt er fyrir sjóðfélaga að nýta sér þessu bættu þjónustu sjóðsins. Þessi þjónusta stuðlar að auknu skipulagi, auk þess að auðvelda sjóðnum að virða núgildandi sóttvarnarreglur segir á vef sjóðsins.
Smelltu hér og bókaðu tíma hjá Brú.