24. mars 2021
Umsóknarfrestur um orlofshús lengdur
![Umsóknarfrestur um orlofshús lengdur - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2021/Arnarstapi%20Sumarh%c3%bas%20Sameykis-Krop.jpg?proc=frontPage)
Orlofshús Sameykis að Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Umsóknarfrestur um orlofshús hjá Sameyki hefur verið lengdur til miðnættis 28. mars nk. Félagsmenn geta sótt um orlofshús og íbúðir í sumar á orlofsvef Sameykis. Í Orlofsblaðinu eru kynntir allir orlofsmöguleikar sem Sameyki hefur upp á að bjóða fyrir félagsmenn sína.
Ítarlegar upplýsingar um orlofshús og íbúðir má finna á orlofsvef félagsins.
Úthlutun lýkur 31. mars og opnað er fyrir umsóknir um dagleiguhús á vefnum 21. apríl.