26. mars 2021
Þórarinn Eyfjörð nýr formaður Sameykis
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis. Ljósmynd/BIG
Þórarinn Eyfjörð er nýr formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Þórarinn hefur starfað með beinum hætti að verkalýðsmálum í 15 ár, fyrst sem framkvæmdastjóri hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu, síðar sem framkvæmdastjóri kjara- og reksturs hjá Sameyki.
Árið 2001 til 2006 var hann framkvæmdastjóri hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt. Þar stóð hann að uppbyggingu einu sterkasta sí- og endurmenntunarsetri landsins þar sem þúsundir launafólks sem starfar í opinbera geiranum sækir sér menntun og þekkingu á ári hverju. Frá árinu 2006 starfaði Þórarinn hjá SFR stéttarfélag og síðan hjá sameinuðu félagi Sameyki frá 2019.
Þórarinn Eyfjörð hefur mikla reynslu í félagsmálastörfum, allt frá meðferð ungmenna til útivistar og náttúruverndar. Hann hefur setið í ráðum og nefndum hjá menntamálaráðuneytinu og Leiklistasambandi Íslands. Hans helstu áhugamál eru félagsstörf og það sem viðkemur þeim mannlega þætti og er umhugað um velferð annarra eins og fram hefur komið í pistlum og viðtölum við hann í fjölmiðlum.
Hann lauk meistaranámi við Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu í janúar sl. og ber ritgerð hans yfirskriftina: Af hverju gengur svo hægt að uppræta kynbundinn launamun? Um stefnumótun og innleiðingu stjórnvalda í sex áratugi.
„Á þessari stundu er mjög vel við hæfi að minnast á það sem Garðar Hilmarsson nefndi um það gæfuspor að sameina félögin tvö í eitt sterkt Sameyki. Í raun hefur aðdragandinn að félaginu tekið nokkra áratugi, því með framsýni fráfarandi formanns og varaformanns ásamt félögunum kallaði á að þau yrðu sameinuð. Forysta Árna Stefáns hefur leitt okkur á þann stað sem við erum núna. Við stöndum frammi fyrir mörgum áskorunum og átökum framundan í kjarabaráttu stéttarfélagsins. Samstaða, samvinna og hógværð en ekki ofsi mun vera leiðarljósið í launabaráttu launafólks á opinberum markaði. Mín bíður stórt hlutverk sem ég mun sinna af heilum hug,“ sagði Þórarinn Eyfjörð á fundinum.
Tekur Þórarinn Eyfjörð við formennsku af fráfarandi formanni Sameykis, Árna Stefáni Jónssyni. Þá lætur Garðar Hilmarsson af embætti starfandi varaformanns Sameykis.
Stjórn Sameykis skipa:
Berglind Margrét Njálsdóttir, Tollstjóraembættið
Bryngeir A. Bryngeirsson, Gufunesbær frístundamiðstöð
Egill Kristján Björnsson, Fangelsið Hólmsheiði
Elín Helga Jóhannesdóttir Sanko, Landspítali háskólasjúkrahús
Gunnar Rúnar Matthíasson, Landspítali háskólasjúkrahús
Herdís Jóhannsdóttir, Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar
Hörður J. Oddfríðarson, SÁÁ
Ingibjörg Sif Fjeldsted, Orkuveita Reykjavíkur
Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Grunnskóli Seltjarnarnesbæjar
Jóhanna Lára Óttarsdóttir, Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins
Kári Sigurðsson, Frístundamiðstöðin Miðberg
Ólafía L. Sævarsdóttir, Tryggingastofnun ríkisins
Rut Ragnarsdóttir, Borgarbókasafn
Svanhildur Steinarsdóttir, Menntamálastofnun