30. mars 2021
Ný stjórn Sameykis fundar
Í dag kom ný stjórn Sameykis saman í fyrsta sinn frá því hún var valin til forystu fyrir stéttarfélagið. Þórarinn Eyfjörð bauð nýja stjórn velkomna til starfa og nýtt stjórnarfólk sömuleiðis velkomið. Þá óskaði hann stjórnarfólki til hamingju með kosninguna. Í framhaldi kynntu stjórnarmenn sig og sögðu frá fyrri og núverandi störfum. Lýstu þau tilhlökkun að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá félaginu.
Fór Þórarinn yfir verkefnin sem fyrir liggja hjá Sameyki og sagðist hlakka til að vinna með sterku og öflugu teymi með fjölbreyttum bakgrunni sem myndar þennann hóp. Mikilvægt er að stjórn og starfsmenn félagsins stilli saman strengi sína til að sem bestur árangur náist í baráttunni fyrir félaga Sameykis.
Stjórn Sameyki heldur stjórnarfundi tvisvar í mánuði, á þriðjudögum klukkan 15:00 á Teams.