31. mars 2021
Metaðsókn í orlofshúsin
Við Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Úthlutun í orlofshús Sameykis fyrir næsta sumar lauk í gær. Fjöldi umsókna milli ára þrefaldaðist þannig að færri fengu hús, í fyrstu atrennu, en hægt var að verða við. Þeir sem sóttu um hús og fengu neitun hafa forgang á að bóka þær vikur sem verða lausar og geta þá bókað þau hús á milli 10. - 20. apríl.
En 21. apríl verður bæði opnað fyrir dagleiguhúsin og opnað fyrir alla félagsmenn að bóka þær vikur sem hugsanlega eru lausar. Í Munaðarnesi er verið að byggja 3 ný hús og ef verkáætlun gengur eftir fara þau hús í leigu síðar í sumar.