Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. apríl 2021

Orlofsúthlutanir og punktastöður

Hraunbrekkur, orlofshús Sameykis í Húsafelli.

Félagsmenn Sameykis sem nýta sér orlofshús þess fá úthlutað eftir punktastöðu þeirra innbyrðis. Sá félagsmaður sem á flesta punkta fær úthlutað orlofshúsi á þeim tíma sem viðkomandi sækir um. Því ræður punktafjöldi félagsmanns. Þannig getur félagi í Sameyki, sem hefur verið félagi í t.d. tíu ár, og ekki nýtt sér orlofskerfið, safnað sér dágóðum fjölda punkta og fengið úthlutað orlofshúsi á besta tíma sumars, en ekki sá sem hefur sótt um sama hús á sama tíma og hefur styttri starfsaldur.

Hafa þarf í huga að félagsfólk getur safnað miklum birgðum af punktum ef það hefur ekki nýtt sér orlofskosti félagsins yfir ákveðin árafjölda. Í þessu ljósi geta þeir sem hafa ekki nægilegan fjölda punkta, ekki fengið úthlutað þeim orlofskosti sem sótt er um á besta tíma.

Sameyki er með 85 orlofshús til leigu sem 1800 umsóknir voru um í ár. Á vef Sameykis má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar; úthlutunarreglur, hverjir fá úthlutað, um umsóknartíma, dagleiguhús, orlofspunkta o.fl.

Á orlofshúsavefnum má sjá punktastöðu hjá þeim sem fengu úthlutað.