Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. apríl 2021

Vegferðin framundan hjá vaktavinnufólki

J. Sigríður Magnúsdóttir vaktstjóri í Árbæjarlaug.

Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí 2021. Fram að þeim tíma fer margvíslegur undirbúningur fram hjá Sameyki og meðal samningsaðila og einnig inni á vinnustöðunum. Þar eru forstöðumenn og stjórnendur vinnustaðanna sem bera ábyrgð á því að setja innleiðingaferlið í gang. Endurskoða þarf skipulag vakta og verður öllu hlutastarfsfólki boðið að hækka starfshlutfall sitt sem nemur að minnsta kosti styttingu vinnuvikunnar, eða um 10-12%.

Nauðsynlegt er að á vinnustöðum hafi farið fram umbótasamtöl milli starfsfólks og stjórnenda þar sem þörf vinnustaðarins og starfsfólks er höfð í huga. Mikilvægt er að starfsfólkið eigi samvinnu um að finna bestu leiðirnar. Sérstök fræðsla er til um umbótasamtalið, sjá hér fyrir neðan.