14. apríl 2021
Könnun um áhrif COVID-19 á vinnu og vinnufyrirkomulag
Sameyki býður félagsfólki að taka þátt í könnun félagsins.
Sameyki býður félagsfólki að taka þátt í könnun félagsins um áhrif COVID-19 farsóttararinnar á vinnu og vinnufyrirkomulagi á fordæmalausum tímum. Í könnuninni er bæði spurt um heimavinnu en einnig eru spurningar til þeirra sem stóðu vaktina og unnu í COVID-19 á sínum vinnustað.
Félögum Sameykis, þeim sem félagið hefur netföng hjá, var sent bréf með tengli á könnunina sl. föstudag. Ráðhús ráðgjöf sendi hana út til félagsfólks okkar fyrir hönd Sameykis. Ef hún hefur ekki borist, þá er mögulegt að hún hafi lent í ruslpósti og við viljum hvetja félagsfólk okkar til þess að kanna það. Einnig er hægt senda okkur tölvupóst til að óska eftir að fá könnunina senda til sín á netfangið sameyki@sameyki.is