16. apríl 2021
Ávinningur betri vinnutíma í vaktavinnu fyrir starfsfólk
Brynja Marín Sverrisdóttir félagskona Sameykis.
Mikill ávinningur er í betri vinnutíma fyrir starfsfólk í vaktavinnu og þau tækifæri sem felast í kerfisbreytingunni. Eftir breytingarnar sem taka gildi 1. maí nk. verður meðal annars auðveldara fyrir vaktavinnufólk að samþætta vinnu og einkalíf og eiga meiri tíma með fjölskyldu, eða til að sinna áhugamálum sínum.
Þá standa vonir til þess að styttri vinnutími dragi úr streitu og þar með hættu á ýmsum sjúkdómum tengdum streitu sem leiðir til betri heilsu. Breytingarnar eiga einnig að leiða til meiri fyrirsjáanleika og stöðugleika í starfsmannahaldi, sem hefur margvíslega kosti í för með sér bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Hægt er að skoða betur ávinningin af þessu og jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu í meðfylgjandi fræðslumyndbandi. Ítarlegri fræðslu um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki er að finna á vefnum betrivinnutimi.is
Einnig er hægt að lesa hér allt um hvernig stytting vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum hjá ríki og sveitarfélögum mun hafa áhrif á starfsfólk og vinnustað.