Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. apríl 2021

Trúnaðarmannaráðsfundur Sameykis haldinn í dag

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis. Ljósmynd/BIG

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, setti fund trúnaðarmannaráðs í dag. Hann þakkaði traust félaga Sameykis til sín og fór yfir efni fundarins sem haldinn var í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Á honum kynnti Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðunnar – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins niðurstöður úr könnum um stöðu launafólks á tímum kórónuveirunnar meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þá fjallaði Guðmundur Freyr Sveinsson, deildarstjóri Kjaradeildar Sameykis um vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og lokaerindið fræddi Jakobína Þórðardóttir, deildarstjóri Félagsdeildar Sameykis fundargesti um hvernig kosning trúnaðarmanna á vinnustöðum fer fram.

Undir liðnum önnur mál bar formaður Sameykis upp ályktun fyrir fundinn þar sem því er harðlega mótmælt að einkavæða þjónustu við almenning hjá Strætó bs. sem var samþykkt.

Vaktavinnufólk og dagvinnufólk
Guðmundur Freyr Sveinsson fræddi trúnaðarmenn um álitamál sem upp hafa komið vegna styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Einnig fór hann ítarlega yfir skilgreininguna á, hver telst vera starfsmaður í vaktavinnu, og hver telst vera starfsmaður í dagvinnu. Í þeim efnum þurfti að draga línu í sandinn og hún er sú, að ef skipulagður vinnutími starfsmanns er að jafnaði 20% eða meira utan dagvinnumarka telst hann vaktavinnumaður. Starfsmaður getur farið úr því að teljast vaktavinnumaður og orðið dagvinnumaður án þess að laun lækki. Sameiginleg afstaða vinnuhópsins var að skilgreina hópana vel.

Þannig er skilgreiningin sem ákvörðuð var á fundi stýrihópsins 19. janúar 2021.
Varðandi lífeyristöku þeirra sem starfa í 49,9% starfshlutfalli, og njóta lífeyris úr B-deild segir stuttu máli, að möguleikar þeirra takmarkast sem eru í 49,9% starfi og njóta lífeyris úr B deild, við það að starfshlutfallið sé ekki hærra. Breyting eða frávik frá því eru ekki möguleg enda brýtur það gegn reglum lífeyrissjóðsins. Launagreiðendur, launafólk eða samningsaðilar hafa ekkert um þær að segja og breyta þeim ekki.

Meginregla hvíldartímans
Eftir 1. maí á að vera auðveldara að skipuleggja vaktirnar þannig að þær brjóti ekki ellefu klukkustunda hvíldartímann. Með leiðbeiningunum eru ítrekaðar gildandi reglur um að tryggja skal hverjum starfsmanni daglega hvíldartíma samfellt í ellefu klukkustundir á hverju tuttugu og fjögurra klukkustunda tímabili. Skipulag vakta skuli ganga eftirfarandi; morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og hvíld. Ekki er mælt með að teknar séu fleiri en tvær til þrjár tegundir af vöktum á hverri tegund í senn. Mælt er til þess að 12 tíma vaktir verði aflagðar, enda ganga þær gegn kjarasamningum og markmiðunum.

Þá ræddi Guðmundur að lokum um vaktahvatann og hvernig hann er reiknaður út og hvernig orlof er greitt af vaktahvata jafnóðum og benti sérstaklega í því efni á vefinn betrivinnutimi.is þar sem mikið fræðsluefni er að finna um kerfisbreytinguna sem tekur gildi 1. maí.