28. apríl 2021
Nýir námsmöguleikar hjá Starfsmennt
![Nýir námsmöguleikar hjá Starfsmennt - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2021/%c3%93skar%20F%c3%a6rseth%20-%20Reykjanesb%c3%a6%20(8).jpg?proc=frontPage)
Sundlaugavörður á vakt. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Sameyki vill vekja athygli félagsfólks á nýjum spennandi námsskrám sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður nú upp á. Námsskrárnar eru starfstengdar og hafa verið vottaðar af Menntamálstofnun. Um er að ræða starf sundlaugavarðar og starf í íþróttahúsi.
Námskrárnar byggja á starfaprófílum sem SÍMEY vann og námskránni Þróttur, sem er nám þróað af Starfsmennt í samvinnu við Kjöl og Akureyrarbæ. SÍMEY er að auki að þróa raunfærnimat til styttingar á námi samkvæmt námskránum.
Námsskrá: Starf sundlaugavarðar
Námsskrá: Starf í íþróttahúsi
Starfaprófílar
Þróttur námsskrá