Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. apríl 2021

Tímarit Sameykis á leið í pósti

Annað tölublað Sameykis á þessu ári er nú á leið í pósti til félagsfólks okkar. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Þórarinn Eyfjörð, nýjan formann félagsins. Þá er rætt við Árna Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson en þeir létu af formennsku og varaformennsku á aðalfundi Sameykis í mars sl.

Indriði H. Þorláksson ritar grein í blaðið um eignarhald á náttúruauðlindum þjóðarinnar og leiðir líkum að því hvernig sérhagsmunir fárra hafa meira vægi en hagsmunir þjóðarinnar. Hann segir átökin um auðlindirnar séu í grunninn spurning um lýðræði.

Bára Hildur Jóhannsdóttir skrifar um ávinning fyrir íslenskt samfélag af styttingu vinnuvikunnar og betri vinnutíma í vaktavinnu. Kolbeinn Stefánsson dósent á félagsvísindasviði HÍ fjallar um í grein sinni áhrif atvinnuleysis í COVID-19 faraldrinum á heilsu fólks auk samanburðar á stöðu og þróun atvinnuleysis frá hruni og nú.

Þá eru almennar fréttir af vettvangi Sameykis. Spaug Halldórs Baldurssonar teiknara auk krossgátunnar er á sínum stað o.fl.

Hægt er að lesa blaðið hér með því að smella á forsíðuna.