Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. maí 2021

Segja opinbera starfsmenn á eftir í launaþróun milli markaða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB hafa bæði skrifað greinar í fölmiðla sem fjalla um launaþróun opinberra starfsmanna og birtust í gær og í dag. Sonja Ýr skrifar grein sem birtist á Kjarnanum í dag þar en hún segir að það séu ekki opinberir starfsmenn sem leiða launaþróunina heldur hafi það verið Lífskjarasamningurinn sem lagði grunninn í undangenginni kjarasamningslotu. Þá segir hún að rétt sé að launahækkanir opinberra starfsmanna hafi hækkað hlutfallslega meira en hjá launafólki á almenna markaðnum en sé samt á eftir í launaþróuninni. Launahækkunin hjá opinberum starfsmönnum hafi hækkað mest hjá þeim sem eru á lægstu laununum hjá ríki og sveitarfélögum. Þar sem fleiri eru á lægstu laununum hafi þar af leiðandi launavísitalan hjá opinberum starfsmönnum hækkað meira. Lesa pistil formanns BSRB hér.

Þórarinn fjallar um í pistli sínum í Morgunblaðinu í gær um launaþróun opinberra starfsmanna og svarar þar þingmanninum Óla Birni Kárasyni sem heldur því fram í aðsendri grein í Morgunblaðið 28. apríl sl. að opinberir starfsmenn leiði launaþróunina í landinu. Formaður Sameykis bendir á í grein sinni að opinberir starfsmenn eru á eftir almenna markaðnum í launaþróun en hafi hækkað hlutfallslega meira vegna hækkunar lægstu launa. Enn eigi eftir að jafna laun á jafn verðmætum störfum milli markaða. Lesa pistil formanns Sameykis hér.