Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. maí 2021

Skrifstofa Sameykis opnuð á ný

Skrifstofa Sameykis við Grettisgötu 89.

Nú þegar stjórnvöld hafa ákveðið að rýmka sóttvarnaraðgerðir og verulega hefur dregið úr smitum innanlands hefur skrifstofa Sameykis við Grettisgötu 89 verið opnuð á ný frá og með deginum í dag.

Húsið var lokað fyrir öðrum en starfsfólki frá 25. mars vegna aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi.

Við biðjum gesti í húsinu að virða merkingar um sóttvarnir sem settar hafa verið upp, notast við grímur, halda sig við tveggja metra regluna og vera duglega að nota spritt til að sótthreinsa. Að því sögðu bjóðum við þau sem eiga erindi innilega velkomin!