Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. maí 2021

Ungt fólk og vinnumarkaðurinn

Flugvallarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli

Félagsmálaskóli alþýðu býður ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að taka þátt í vefnámskeiði sem ber yfirskriftina Ungt fólk og vinnumarkaðaurinn - Hvað þarf ég að vita. Námskeiðið verður haldið 19. maí og stendur yfir í tvær klukkustundir frá kl. 16:00 til 18:00.

Réttindi launafólks
Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði sem skipta máli á vinnumarkaðinum sem oft á tíðum getur verið flókinn og vafist fyrir fólki. Farið verður yfir kjarasamninga og hvaða réttindi þeir tryggja fólki á vinnumarkaði. Þá verður farið yfir reglur um ráðningarsamninga, uppsagnarfrest, laun og launatengd gjöld. Einnig er rætt á námskeiðinu um önnur mikilvæg atriði eins og hver eru helstu réttindi og skyldur starfsmanna, veikindarétt, reglur um vaktavinnu, lífeyrisgreiðslur o.m.fl.

Námskeiðsgjald er 8.000.- kr.

 

Sjá fréttabréf Félagsmálaskóla alþýðu hér.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér.