3. júní 2021
Nýtt / Gamalt hús í Munaðarnesi
Sameyki hefur keypt hús í Stekkjarhól 74 í Munaðarnesi af Félagi íslenskra flugumferðarstjóra. Í dag er verið að setja það hús í dagleigu í sumar. Húsið er af eldri gerð húsa í Munaðarnesi. Það er 52 fermetrar að stærð. Svefnpláss er fyrir 5-7 manns í 2 svefnherbergjum og í svefnsófa í stofu. Nánari upplýsingar má finna á orlofsvefnum.