11. júní 2021
Stjórn Lífeyrisdeildar Sameykis endurkjörin
Stjórn Lífeyrisdeildar, efri röð fv. Bryndís Þorsteinsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Guðjón Magnússon, Sigurður Helgason. Neðri röð fv. Lilja Sörladóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir formaður og Guðrún Árnadóttir.
Aðalfundur Lífeyrisdeildar var haldinn 10. júní sl. Dagskrá fundarins var samkvæmt starfsreglum deildarinnar og flutti Ingibjörg Óskardótttir formaður Lífeyrisdeildar skýrslu um starfið. Sigurjón Gunnarsson gjaldkeri deildarinnar fór yfir reikninga. Kosið var í stjórn en fyrri stjórn bauð sig fram og voru þau öll endurkjörin.
Stjórn Lífeyrisdeildar Sameykis skipa Ingibjörg Óskarsdóttir formaður og meðstjórnendur eru Bryndís Þorsteinsdóttir, Guðjón Magnússon, Guðrún Árnadóttir, Lilja Sörladóttir, Sigurður Helgason og Sigurjón Gunnarsson. Í lok fundar flutti Jón Björnsson sálfræðingur áhugavert erindi um lífið og tilveruna, en þar fjallaði hann um seinni hálfleikinn.
Erindi Jóns Björnssonar er aðgengilegt til aflestrar hér.