Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. júní 2021

Ekki er hægt að hlaða rafmagnsbíla í orlofshúsum Sameykis

Sameyki vill vekja athygli félagsmanna sinna á því að ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafmagnsbíla með því að stinga þeim í samband við rafmagn inn um glugga orlofshúsanna.

Af því getur skapast ýmiss hætta eins og eldhætta. Enn sem komið er þurfa eigendur rafmagnsbíla að fara á uppbyggðar hleðslustöðvar til að hlaða bíla sína rafmagni.

Félagið stefnir að því að útbúa hleðslustæði við bústaði eða á sameiginlegum bílastæðum orlofshúsabyggða Sameykis í framtíðinni. 

Hér er hægt að sjá í hlekkjunum hér fyrir neðan hleðslustöðvar í landshlutum og næsta nágrenni sumarhúsa Sameykis um land allt.

Sjá hleðslustöðvar ON

Sjá hleðslustöðvar Ísorku

Sjá hleðslustöðvar Tesla