18. júní 2021
Veiðikortið ómissandi í silungsveiðina í sumar
Veiðimaður dregur inn fluguna við siliungsveiðar
Félagsmenn Sameykis geta keypt eitt veiðikort á ári á sérstöku félagsverði. Kortið er hægt að kaupa á vefsíðu félagsins eða koma á skrifstofu Sameykis á Grettisgötu 89. Kortið kostar 5.700 kr. hjá félaginu en 8.900 kr. í almennri sölu.
Kortið er mjög hagkvæmur valkostur sem hentar jafnt veiðimönnum sem fjölskyldufólki. Hægt er að veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit.
Þegar skráning fer fram hjá landeiganda eða veiðiverði ber að sýna Veiðikortið og persónuskilríki eða samkvæmt reglum í bæklingi. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Veiðimönnum ber að ganga vel um veiðisvæðin og virða þær reglur sem kynntar eru á upplýsingasíðum vatnanna, en mismunandi reglur geta gilt á milli þeirra. Frekkari upplýsingar um vötn og veiðistaði má finna á veidikortid.is