Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. júní 2021

Dómsátt í máli gegn Reykjavíkurborg

Dómsátt var gerð í Félagsdómi í máli BSRB f.h. Sameykis um að Reykjavíkurborg sé skylt að greiða starfsfólki Sundlaugar Grafarvogs, félagsmönnum Sameykis sem voru á vakt um páskana 2020 laun í samræmi við vaktskrá, þ.m.t. yfirvinnukaup samkvæmt gr. 2.3.2. og stórhátíðarkaup samkvæmt grein 1.4.2. fyrir vinnuframlag á sérstökum frídögum og stórhátíðardögum samanber kjarasamningi Sameykis við Reykjavíkurborg. Stefndi, Reykjavíkurborg, féllst á kröfur stefnanda.

Stefndi, Reykjavíkurborg, greiði stefnanda allan málskostnað. Því er lýst yfir í dómssáttinni að með staðfestingu sáttarinnar fyrir dómi að öllum ágreiningi málsaðila lokið.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu er búið að vinna lengi að þessu máli að ná sáttum við Reykjavíkurborg fyrir hönd sinna skjólstæðinga sem nú er til lykta leitt í Félagsdómi.