Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. júlí 2021

Endurgreiðslur og umgengi í orlofshúsum Sameykis

Stekkjarhóll í Munaðarnesi.

Ef hætt er við að leigja eign með minna en tveggja vikna fyrirvara að sumri fæst leigan ekki endurgreidd nema eignin leigist aftur og einungis það sem fæst fyrir hana þá. Þegar um endurgreiðslu er að ræða er alltaf endurgreitt með sama greiðslumáta og notaður var við bókun, þ.e. inn á kreditkort ef greitt var með kreditkorti, o.s.frv.

Tjöldum á tjaldstæðum
Ekki er leyfilegt að setja upp tjöld, leggja fellihýsum eða hjólhýsum við orlofshús Sameyki. Gert er ráð fyrir ákveðnum fjölda gesta í húsunum og fólk er beðið um að virða það og bæta ekki við gestum á lóðir eða jafnvel bílastæði. Í flestum tilfellum eru tjaldsvæði ekki langt undan og því bendum við fólki sem á von á viðbótargestum að kynna sér það. Hjá Sameyki er einnig hægt að kaupa útilegukort sem gildir á mörgum tjaldsvæðum um land allt. Umsjónarmenn orlofshúsanna hafa heimild félagsins til að vísa félagsmönnum burt sem brjóta þetta bann.

Umgengni og ábyrgð
Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllu sem því fylgir. Skal hann þrífa eftir sig m.a. ísskáp, eldavél og ofn, skápa, salerni og grill. Einnig ber að þurrka af og skúra gólf, loka gluggum og útihurðum vandlega og taka raftæki úr sambandi. Félagsmaður má ekki framselja öðrum leigurétt eða leyfa öðrum að leigja í sínu nafni. Hafi leigutaki einhverjar athugasemdir eða ef eitthvað vantar í húsin þá vinsamlegast látið umsjónarmann á viðkomandi stað vita. Einnig er hægt að hafa samband við skrif-stofu félagsins á skrifstofutíma.

Munið að ganga frá húsunum eins og þið viljið koma að þeim, orlofshúsin eru sameign félagsmanna og því mikilvægt að vel sé gengið um. Í flestum húsum Sameykis er myndlykill frá Stöð 2 og 4G Roter frá Vodafone. Upplýsingar um hvernig er hægt að kaupa sér áskrift má lesa um á staðnum.