Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. júlí 2021

Streita er alvarlegur vandi á vinnustöðum

Launafólk á Íslandi þekkir vel álag í starfi og nauðsynlegt er að vinda ofan af því.

Í ársriti Virk starfsendurhæfingarsjóð er fjallað um streitustig á vinnustöðum. Þar er m.a. að finna svonefndan streitustiga sem gefur glögga mynd af líðan starfsmanns sem mátar sig við hann. Honum er skipt í fimm þrepa súlur sem skýra álagið og lýsir líðan í samræmi við það. Launafólk á Íslandi þekkir vel álag í starfi og nauðsynlegt er að vinda ofan af því. Virk hefur gríðarlega reynslu í að takast á við slíka streitu hjá launafólki og hjálpa því að vinda ofan af henni.

Svalur yfir í brunninn
Streitustiginn sýnir álag frá því að vera viðráðanlegt og nefnt svalur, þá volgur, logandi, bráðnaður og loks síðasta streitustigið brunninn. Við hverja súlu er tillaga að úrlausn. Á íslenskum vinnumarkaði eru sífellt fleiri að hellast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti þessara veikinda sé til kominn vegna langvarandi álags í starfi og einkalífi. Virk hvetur til þess að vinnuveitendur og launafólk kynni sér streitustigann vel og meti sína eigin stöðu út frá einkennum hans.

 

 

Hægt er að kynna sér úrræðin á velvirk.is