Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. ágúst 2021

Opinberir starfsmenn ánægðir með styttingu vinnuvikunnar

Samsett mynd.

Í könnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir sig um styttingu vinnuvikunnar og birtist í dag kemur fram að 64 prósent starfsfólks á opinbera markaðnum er ánægt með styttingu vinnuvikunnar. Í könnuninni kom einnig fram að konur eru ánægðari með styttinguna en karlar.

Almenni markaðurinn situr eftir
Á almenna markaðnum ríkir meiri óánægja heldur en á opinbera markaðnum með styttinguna. Í viðtali við Fréttablaðið segir Halldóra Sveinsdóttir hjá Starfsgreinasambandinu skýringuna vera þá að semja þurfi sérstaklega við vinnuveitendur um styttingu vinnuvikunnar; „Styttingin kemur ekki sjálfkrafa inn eins og hjá starfsfólki hins opinbera,“ sagði hún í samtali við blaðið.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu og samböndin tóku höndum saman þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar á opinbera markaðnum. Þá tókst að semja um styttingu vinnuvikunnar í allt að fjórar klukkustundir á viku. Samningunum var svo fylgt fast eftir inn á stofnunum og vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Útfærslan var fast mótuð hvernig innleiða ætti styttingu vinnuvikunnar fyrir launafólk. Þessu var ólíkt farið á almenna markaðnum þar sem aðferðafræðin var önnur og sjálfvirknivæðing í innleiðingu og lengd styttingu vinnuvikunnar var og er með öðrum hætti.

Þá kemur fram að almenni markaðurinn er á eftir í þeirri kerfisbreytingu sem nú hefur orðið með styttingu vinnuvikunnar og launafólk á almenna markaðnum vill nú semja við sína vinnuveitendur og þannig fylgja með í þeim kerfisbreytingum sem orðið hafa hjá launafólki á opinbera markaðnum um styttingu vinnuvikunnar.

Lesa fréttina á vef Fréttablaðsins hér.