Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. ágúst 2021

Landsspítainn umbunar starfsfólki vegna álags

Sjúklingi ekið á milli deilda á Landspítalnum við Hringbraut. Ljósmynd/Axel Jón

Landspítalinn hefur ákveðið að umbuna starfsmönnum vegna mikil álags á spítalanum, en sjúkrahúsið er nú á hættustigi vegna COVID-19. Þetta kemur fram í minnisblaði sem kjaradeild spítalans sendi frá sér í dag. Umbunin er í formi aukatíma greiðslna í yfirvinnui. Um er að ræða heimild til stjórnenda til að umbuna starfsfólki sem tekur aukavaktir tímabilið 6. ágúst - 1. september 2021 vegna þeirrar bylgju COVID-19 sem nú gengur yfir samfélagið.

Í minnisblaðinu frá spítalnaum segir m.a.: „Ljóst er að mönnun á deildum sem fyrirséð er að verða fyrir mestum áhrifum af þeirri bylgju Covid19 sem nú gengur yfir, dugir ekki til þess að veita þá þjónustu sem á þarf að halda. Í ljósi þessa þurfa stjórnendur að fara fram á það að starfsmenn taki að sér aukna vinnu í formi aukavakta. Því hefur verið ákveðið að taka upp tímabundna umbun í formi aukatíma greiðslna í yfirvinnu með það að markmiði að mönnun verði fullnægjandi. Umbunin er fyrst og fremst sett fram með klíníska starfsemi Landspítala í huga og þær deildir sem talið er að verði fyrir hvað mestu raski vegna Covid19.

Umbun þessi er einnig ætluð til notkunar á deildum þar sem möguleg smit koma upp hjá sjúklingum / starfsfólki sem kallar á aukið viðbragð. Komi upp aðstæður á öðrum deildum sem kalla á aukið viðbragð vegna Covid19 geta stjórnendur með samþykki forstöðumanns / framkvæmdastjóra beitt þessari umbun.“

Sjá minnisblað frá LSH í heild sinni hér.