Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. ágúst 2021

Þjálfun stafrænnar hæfni mikilvæg í hröðum tæknibreytingum

Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt fyrirferðarmeiri. Aðkallandi er að mæta fólki á vinnumarkaði hvað varðar færniþróun á þessu sviði. Í dag er tölvufærni og tæknilæsi, eða stafræn hæfni, einn af lykilhæfniþáttum sem einstaklingur þarf að búa yfir til að sýna fulla virkni á vinnumarkaði, í námi og í samfélaginu almennt. 

Á haustönn verða haldin sex sjálfstæð námskeið sem hjálpa okkur að halda í við tæknibreytingar. Námskeiðin eru á vegum Fræðslusetursins Starfsmenntar og Framvegis miðstöðvar um símenntun sem setti saman námsskránna ásamt Tækninámi.is.

Námskeiðin eru:

  • Tæknifærni og tæknilæsi – Viltu skilja tæknina betur?
  • Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum?
  • Skýjalausnir – Hvernig virka þær?
  • Sjálfvirkni og gervigreind – Viltu láta tæknina vinna fyrir þig?
  • Öryggisvitund – Viltu skilja betur ógnir og öryggismál?
  • Fjarvinna og fjarnám – Vertu enn betri í að nýta þér möguleikana!

Skráning á námskeiðin og nánari upplýsingar á vef Starfsmenntar.

Hér má nálgast frétt á vef Framvegis um námsskránna.

Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu sem starfa hjá Akraneskaupstað, Ás styrktarfélagi, Dvalarheimilinu Höfða, Fríhöfn, HNLFÍ, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Isavia, Klettabæ, Matís, Rarik, Ríkisstofnunum, RÚV, Seltjarnarnesbæ, SFV, sjálfseignastofnununum, Skálatúni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Vinakoti

Þeir félagsmenn sem starfa hjá Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Strætó geta sótt um starfsmenntunarstyrk fyrir námskeiðunum, sjá nánar um útlutunarreglur hér.

Um áramótin næstu munu félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg geta sótt námskeið hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt sér að kostnaðarlausu, en þá tekur gildi bókun 5 í kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.