7. september 2021
Listi uppstillinganefndar í fulltrúaráð
Uppstillinganefnd Sameykis hefur nú lokið störfum og birt lista sem kosið verður um á fundi trúnaðarmannaráðs. Kosið verður í fulltrúaráð Sameykis á fundi trúnaðarmannaráðs 14. september 2021. Hlutverk fulltrúaráðsins er m.a. að vinna að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins ásamt því að fjalla um kjara- og réttindamál og annast undirbúning kjarasamninga.