28. september 2021
Stafræn hæfni er lykilhæfni
Við hjá Sameyki hvetjum félagsfólk að skrá sig á mjög áhugaverð ný tækninámskeið hjá Starfsmennt sem eru að hefjast 11. október nk. Þessi tækninámskeið nýtast í dag og inn í framtíðina sem blasir við okkur öllum. Fjallað er um skýjalausnir, gervigreind, öryggi og ógnir í netheimum, sjálfvirkni og stýrikerfi m.a. á þessum námskeiðum.
Vertu með á nótunum í tæknilæsi og tölvufærni á þessum öru tímum tækninnar og láttu hana þjóna þér en ekki öfugt.
Hægt er að skrá sig á námskeið hér.