Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. september 2021

Þegar kona brotnar

Framvegis miðstöð símenntunar í samstarfi við Sirrý Arnardóttir býður uppá áhugaverðan, fræðandi og skemmtilegan netviðburð, Þegar kona brotnar– og leiðin út í lífið á ný. Sirrý á að baki 30 ára farsælan fjölmiðlaferil en starfar nú sem stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst. Hún mun halda fyrirlestur út frá bók sinni, Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný, n.k. þriðjudag 5. Október kl. 20:00 - 21:30.

Eftir fyrirlesturinn er boðið upp á umræður út frá bókinni hennar sem hún vann í samstarfi við VIRK. Meðal annars er rætt um álag kvenna og úrræði. Hvað veldur því að svo margar konur brotna, kulna, örmagnast? Hvað hefur virkað vel fyrir þær konur sem hafa náð í starfsgleðina og orkuna á ný?

Um er að ræða netviðburð og hægt er að skrá sig á þennan mjög svo áhugaverða fyrirlestur hér.