11. október 2021
Svona kaupir þú miða á haustfagnað lífeyrisdeildar
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021, kl. 12:00 - 15:00 stendur Lífeyrisdeild Sameykis fyrir haustfagnaði fyrir alla félagsmenn deildarinnar. Boðið verður upp á svið og hangikjöt með meðlæti, kaffi og konfekti.
Hægt er að kaupa miða á haustfagnaðinn með því að smella hér.
Verð 3.000 kr. á mann.
Félagsmenn mega bjóða einum gesti með á haustfagnaðinn. Athugið að greitt er fyrir matinn um leið og fólk skráir sig. Síðasti dagur til að skrá sig er 29. október 2021.